Allir sakborningar í Milestone-málinu voru sýknaðir í héraðsdómi Reykjavíkur, en dómur í málinu var kveðinn upp nú í morgun. Sex voru ákærðir í málinu og voru Karl og Steingrímur Wernersynir meðal þeirra. Allir neituðu sök frá upphafi.

Málið snerist um kaup Milestone á hlut Ingunnar Wernersdóttur í félaginu fyrir 4,8 milljarða króna á árunum 2006 til 2007. Embætti sérstaks saksóknara ákærði bræðurna Karl og Steingrímur Wernerssynir fyrir umboðssvik og brot á lögum um bókhald og ársreikninga í tengslum við viðskiptin, en þeir áttu meirihluta í Milestone.

Auk þeirra voru ákærðir Guðmundur Ólason, fyrrum framkvæmdastjóri Milestone, og þrír endurskoðendur hjá endurskoðendaskrifstofunni KPMG.