Alþýðufylkingin hefur boðað til opins félagafundar á miðvikudaginn 25. maí í Friðarhúsinu að Njálsgötu 87 í Reykjavík. Á fundinum verða lögð drög að kosningastefnustefnuskrá og annar kosningaundirbúningur. Samkvæmt yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar verður kosningum flýtt fram í haust, en þær hefðu annars verið næsta vor.

Í fundarboði er sérstaklega tekið fram að allir séu velkomnir, „nema þá helst auðvaldið“.

Formaður Alþýðufylkingarinnar er Þorvaldur Þorvaldsson. Flokkurinn bauð sig einnig fram í Alþingiskosningunum árið 2013 og fékk þá 0,04% atkvæða.

Leiðrétting: Upphaflega var sagt í fréttinni að fundurinn yrði miðvikudaginn 18 maí. Rétt er að fundurinn verður miðvikudaginn 25. maí.