Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að framlengja hvatningarátakinu „Allir vinna“, sem stjórnvöld hafa staðið að í samvinnu við Alþýðusamband Íslands, Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samiðn, Samtök verslunar og þjónustu, Samtök aðila í ferðaþjónustu og Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

„Átakinu var ætlað að hvetja almenning til að ráðast í viðhaldsframkvæmdir á eigin húsnæði og örva í leiðinni atvinnustig í landinu. Í þessu skyni var vakin athygli á nýjum úrræðum stjórnvalda um 100% endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna vinnu við eigið húsnæði og sérstökum skattafrádrætti vegna slíkra framkvæmda, að hámarki 200 þúsund kr. fyrir einstaklinga og 300 þúsund kr. fyrir hjón.

Aðilar átaksins eru sammála um að það hafi tekist mjög vel. Könnun sem unnin var af Capacent sýndi að 75% aðspurðra höfðu tekið eftir átakinu, rúmlega 40% sögðu líklegra að þeir myndu ráðast í framkvæmdir vegna þess og fjöldi þeirra sem sögðust ætla í framkvæmdir jókst um þriðjung samanborið við tímann fyrir átakið. Vísbendingar benda eindregið til þess að viðhaldsframkvæmdir við eigið húsnæði hafi aukist vegna átaksins og að skattaundanskotum vegna slíkra verkefna hafi fækkað,“ segir á vef forsætisráðuneytisins.