„Allir vinna“ átakið verður framlengt á næsta ári. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var í dag. Þetta átak var sett á laggirnar fljótlega eftir bankahrun þegar ljóst varð að töluverður samdráttur yrði í byggingariðnaði.

Það felur meðal annars í sér að virðisaukaskattur vegna framkvæmda við hefur verið endurgreiddur þegar unnið er að viðhaldi eða endurbótum á íbúðarhúsnæði eða frístundahúsnæði á byggingarstað.