“Það er til skoðunar hvort ástæða er til að halda átakinu áfram,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, um átakið Allir vinna. Allir vinna felur í sér 100% endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna vinnu við eigið íbúðarhúsnæði og sumarhús. Átakið var formlega kynnt til sögunnar sumarið 2010 en hófst raunar með aukinni endurgreiðslu á árinu 2009. Átakið hefur verið framlengt í þrígang.

„Þetta var auðvitað átak til að bregðast við háu atvinnuleysi á þeim tíma. Eftir því sem að fram vindur þá kannski dregur úr sérstakri ástæðu til að halda átaki af þessum toga úti,“ segir Bjarni. „En við höfum einfaldlega ekki tekið ennþá ákvörðun um það á annan hvorn veginn. Það er svona allavega ljóst í mínum huga að það er ekki sama aðkallandi þörf fyrir átak af þessum toga og var þegar verkefnið var sett af stað.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.