Nokkur spenna ríkir á hlutabréfamarkaði vestanhafs um hvaða stefnu hlutabréf í Apple muni taka þegar markaðir opna. Hlutabréf í félaginu lækkuðu um 8% í kauphöllinni í Frankfurt í gær, eftir tilkynningu frá Steve Jobs um að hann stígi til hliðar sem forstjóri vegna heilsufarsástæðna. Þar að auki skilar félagið ársfjórðungsuppgjöri fyrir 4. ársfjórðungs 2010 í dag.

Markaðir í Bandaríkjunum voru lokaðir í gær en dagur Martin Luther King var haldinn hátíðlegur.

Citigroup og IBM birta einnig ársfjórðungsuppgjör í dag. Framvirk viðskipti benda til að breytingar á helstu vísitölum í Bandaríkjunum verði misjöfn þegar markaðir opna klukkan 14 að íslenskum tíma.

Í Evrópu hafa hlutabréf hækkað í verði það sem af er degi. FTSE 100 og DAX vísitölurnar í London og Frankfurt hefur hækkað um 1% og sömu sögu er að segja af CAC 40 í París.