Björgunaráætlanir, illa stödd lönd og hugsanlegt bankabandalag er meðal þess sem rætt verður á leiðtogafundi Evrópusambandsins sem hefst í dag. Á síðustu dögum og vikum hafa Þjóðverjar sérstaklega hvatt aðildarlönd til að íhuga af opnum hug nánari samvinnu í ríkisfjármálum þjóða. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins BBC í dag.

Hollande Frakklandsforseti hefur opinberlega sagt að hann telji sjá fyrir endann á evrukreppunni og hefur hvatt leiðtoga til að taka undir tillögur um bankabandalag.

Fjármálaráðherra Þjóðverja hefur gengið lengra og vill algera samþættingu ríkisfjármála, þ.e. sameiginleg lög um skatta og ríkisútgjöld í myntbandalaginu.

Ýmsir hafa jafnframt orðað þann möguleika að Spánverjar nýti tækifærið til að kanna möguleika á aðstoð úr björgunarsjóði myntbandalagsins .