Bygging 64/1 er nýjasta bygging þróunseturs þýska bílaframleiðandans Mercedes Benz. Í byggingunni er hægt að prófa bíla fyrirtækisins í öllum mögulegum veðrum. Hægt er að líkja etir fimbulkulda, ofsahita og fellibyl. Vindhraðinn í vindgöngum byggingarinnar getur farið upp í 265 km/klst.

Mercedes Benz segir að nýja byggingin muni auka möguleika til þróunnar mikið en áður fór hluti af prófunum fram við raunverulegar aðstæður og því aðeins framkvæmanlegar hluta úr ári.

Byggingin er í Sindelfingen, þar sem ein elsta bílaverksmiðja Daimler Benz er til húsa, opnuð 1915.