Landsréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms Reykjavíkur um að hafna staðfestingu nauðasamnings ferðaþjónustufyrirtækisins Allrahanda GL ehf. Fyrirtækið, sem rekur ferðaþjónustu undir merkjum Gray Line hér á landi, hyggst leggja fram beiðni um kæruleyfi til Hæstaréttar.

„Meðan á því ferli stendur frestast réttaráhrif úrskurðar Landsréttar og heldur Allrahanda GL áfram rekstri í greiðsluskjóli,“ segir í fréttatilkynningu sem Allrahanda sem sendi frá sér í morgun.

Sjá einnig: Nauðasamningnum hafnað í Landsrétti

Landsréttur byggði ákvörðun sín á að framlenging gjalddaga samningsveðkrafna í nauðsamningi Allrahanda sé umfram heimild í lögum. Héraðsdómur hafði hafnað nauðasamningnum á öðrum forsendum, nánar tiltekið vegna færsla á eignum yfir í systurfélag.

„Allrahanda GL er ekki sammála niðurstöðu Landsréttar með hvaða hætti ákvæði laganna um framangreind tímamörk beri að túlka og mun freista þess að fá úrskurðinn endurskoðaðan í Hæstarétti.