Allri áhöfn Þórs HF 4, sem er í eigu Stálskipa í Hafnarfirði, hefur verið sagt upp störfum frá og með haustinu. Viðskiptablaðið hefur jafnframt heimildir fyrir því að stefnt sé að sölu Stálskipa. Guðrún Lárusdóttir, framkvæmdastjóri og einn eigenda Stálskipa, staðfestir uppsagnirnar í samtali við Viðskiptablaðið. Hún vildi ekki tjá sig um það hvort stefnt sé að sölu á skipinu eða Stálskipum í heild og vísaði í orð sín í samtali við Viðskiptablaðið um miðjan apríl síðastliðinn þar sem hún fjallaði um starfsskilyrði sjávarútvegsfyrirtækja og komandi veiðigjald.

Guðrún og eiginmaður hennar, Ágúst Sigurðsson, eiga saman 40% hlut í Stálskipum á móti dætrum þeirra. Þór HF er eina skip útgerðarinnar. Um 25 manns eru í áhöfn skipsins.

Guðrún sagði í samtali við Fiskifréttir í apríl ekki lengur grundvöll til að gera út skip á veiðar í Barentshafi eftir að Þór kom úr 40 daga túr þar í vor með aflaverðmæti upp á 208 milljónir króna. Þegar búið væri að draga frá hlut sjómanna, olíugjald, tryggingagjald og 50 milljóna króna veiðigjald stæðu eftir aðeins 2,7 milljónir króna eftir túrinn.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Meðal efnis í Viðskiptablaðinu:

  • Hægir á breytingum hjá 365
  • Íslandsbanki eignast 7% hlut í MP banka
  • Hluthafi í Hval vill að aðalfundur samþykki að slíta félaginu
  • Helstu áherslur nýrrar ríkisstjórnar kortlagðar
  • Breyting á högum útrásarvíkinganna
  • Ráðstefnusalir Hörpu dýrari
  • Erlendir mega flytja vaxtagreiðslur úr landi
  • Skattþrepin hafa áhrif á launþega
  • Enn beðið með sameiningu Arion og AFLs
  • DekaBank tapar gegn ríkinu
  • Vilja bylta fyrirkomulagi kjarasamninga
  • Milljarðar af neysluskuldum afskrifaðir
  • Eggert hjá N1 segir fyrirtækið ekki hafa áhuga á að svína á kúnnum sínum. Hann er í ítarlegu viðtali í blaðinu.
  • Viðskiptablaðið reynsluekur nýjum Skoda Octavia
  • Erlendu leikmennirnir í íslenska boltanum
  • Viðskiptablaðið kannar hvað landinn gerir í sumar
  • Nærmynd af Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, nýjum formanni Félags kvenna í atvinnulífinu
  • Óðinn skrifar um fjárhættuspil peningastefnunefndar
  • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs
  • Þá eru í blaðinu myndasíður, pistlar, lífið eftir vinnu og margt, margt fleira