Alls voru 51 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í júnímánuði, flest gjaldþrot voru í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð sem og heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum. Kemur þetta fram á vef Hagstofunnar. Fyrstu 6 mánuði ársins var fjöldi gjaldþrota 572, en það er um 32% fækkun frá sama tíma í fyrra þegar 841 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta.

Í júnímánuði voru skráð 185 ný einkahlutafélög, flest í fasteignaviðskiptum. Til samanburðar voru 145 ný einkahlutafélög skráð í júní í fyrra. Fyrstu 6 mánuði ársins var fjöldi nýskráninga 922, en það er rúm 5% aukning frá sama tíma í fyrra þegar 876 fyrirtæki voru nýskráð.