Stuðningur við ríkisstjórnina mælist 60,6% í könnun sem Capacent Gallup hefur gert fyrir Morgunblaðið og Ríkisútvarpið. Það er aðeins minni stuðningur en mældist í könnun í síðustu viku en þá var hann 63,8%.

Könnunin nú var gerð dagana 25. til 31. mars.

Heildarúrtak var 2.451 og var svarhlutfall 61,1%.

Samkvæmt könnuninni er Samfylkingin stærsti stjórnmálaflokkurinn með 29,4% fylgi, því næst eru Vinstri græn með 27,7% fylgi, Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 25,4% fylgi, Framsóknarflokkurinn með 10,7% fylgi en aðrir með minna.