Frestur til að skila inn áliti við frummatsskýrslu Samkeppniseftirlitsins um eldsneytismarkaðinn rann út fyrir stuttu en öll álitin hafa nú verið birt á heimasíðu eftirlitsins .

Samkeppniseftirlitið birti frummatsskýrsluna í nóvember sl. en þar kom fram að fákeppni á endsneytismarkaði hefði kostað neytendur á bilinu fjóra til fjóra og hálfan milljarað króna árið 2014.

Meðal þeirra sem senda inn álit um skýrsluna má nefna Alþýðusamband Íslands, Atlantsolía, FÍB, Landssamtök lífeyrissjóða, Olíudreifing, Olíuverzlun Íslands og Viðskiptaráð .