Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar,segir ekki ganga að hækka virðisaukaskatt á gistingu upp í 25,5%.

„Þar sem það hefur verið gert, eins til dæmis í Danmörku, hefur ferðamönnum fækkað – ferðaþjónustan þar er ekki samkeppnishæf við nágrannalöndin,“ segir Helga. „Svo má ekki gleyma því að arðsemi hótela hér heima hefur ekki verið sérstaklega góð undanfarin ár, meðal annars vegna hás fjármagnskostnaðar. Einnig erum við að reyna að byggja upp heilsársstarfsemi ferðaþjónustu og hækkun skattprósentunnar upp í 25,5% myndi hafa veruleg áhrif á þau áform.“

Að sögn Helgu hefur ferðaþjónustan verið að horfa til þess að einfalda virðisaukaskattkerfið. „Það þarf að einfalda kerfið og finna eitthvert jafnvægi eins og til dæmis að vera með eitt skattþrep fyrir alla ferðaþjónustuna en þá er ég alls ekki tala um í 25,5%.“ Ekki náðist í Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra við vinnslu fréttarinnar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast tölublaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð .