Yfirlýsingar ríkisstjórna um allsherjarábyrgð á innstæðum hafa skaðlegar hliðarverkanir og því heppilegt að þær séu tímabundnar. Mikilvægt er að hverfa frá ábyrgðinni um leið og aðstæður skapast og vísa til tryggingaverndar nýs Tryggingasjóðs innstæðueigenda.

Þetta segir í nýrri skýrslu Seðlabankans um varrúðarreglur. Þar er fjallað um yfirlýsingar stjórnvalda eftir hrun um ríkistryggingu á innstæðum. Í skýrslunni segir að slíkar yfirlýsingar séu yfirleitt ætlaðar til að forða allsherjaráhlaupi á banka.