Verði af viðbótarskráningu Icelandair í Ósló má gera því skóna að Íslandsbanki og fleiri smærri hluthafar muni selja sig út úr félaginu og allt að 30% hlutafjár gæti komist í eigu erlendra fjárfesta.

Eiginfjárhlutfall Icelandair er nú rúm 36% og ljóst er að tilgangurinn með skráningu í Ósló er ekki að auka eigið fé með því að afla nýs hlutafjár, a.m.k. ekki til skemmri tíma litið, heldur myndi opnast möguleiki fyrir suma af núverandi hluthöfum Icelandair að selja sig út úr félaginu ef af skráningu verður.

Eins er horft til þess að Icelandair gæti með skráningu sótt sér fé með útgáfu skuldabréfa í Noregi.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.