Miklar hækkanir á fasteignaverði hafa bætt eiginfjárstöðu almennings allverulega, en á síðustu 12 mánuðum hefur fasteignaverð í fjölbýli hækkað um 29% og um 44%í sérbýli að því er fram kom í Hálffimm fréttum KB banka fyrir helgi. Er þessi hækkun að skila gríðarlegri ávöxtun til íbúðaeigenda á skömmum tíma, eða allt að 450% eins og kemur fram í frétt í Viðskiptablaðinu í dag.

Miðað við núverandi hækkanir á fasteignaverði í fjölbýli þýðir þetta að einstaklingur sem keypti íbúð í fjölbýli með um 30% eigin fé fyrir ári síðan hefur fengið 100% ávöxtun síðastliðið ár m.ö.o. einstaklingur sem keypti íbúð sem kostaði 15 milljónir fyrir ári síðan og átti um 4,5 milljónir í eigin fé á nú um 9 milljónir í eigin fé þar sem að íbúðin kostar í dag um 19,5 milljónir.

Hagnaðurinn er hins vegar mun meiri ef að einstaklingur hefði keypt sér sérbýli eða stærri eign en ávöxtun af kaupum í séreign miðað við 30% eiginfjárhlutfall hefur verið 150% síðastliðið ár. Sífellt algengara er að fólk kaupi húsnæði með aðeins um 10 til 20% eigið fé en miðað við 10% eiginfjárhlutfall hafa kaup í fjölbýli skilað tæplega 300% ávöxtun eða fjórföldun eigin fjár. Miðað við sama eiginfjárhlutfall hefur fjárfesting í sérbýli hins vegar skilað um 450% ávöxtun og hefur því eigið fé fimm til sexfaldast m.ö.o. sá sem lagði um 3 milljónir í sérbýli fyrir ári síðan á nú um 16,5 milljónir.

Síðastliðna tvo mánuði hefur fasteignaverð hækkað um 10% en Greiningardeild spáði að fasteignaverð í ár mundi hækka um 20% svo helmingur þess hefur þegar skilað sér. Líklegt er að miklar hækkanir á fasteignaverði séu ekki að fullu komnar fram í vaxandi einkaneyslu og að þenslan eigi enn eftir að aukast á næstu mánuðum. Það er því hætta á því að sú eignaverðbólga sem nú er kominn af stað eigi eftir að leið til enn meiri þenslu á öðrum mörkuðum. Erfitt getur reynst að stoppa þann snjóbolti sem nú er lagður af stað. Greiningadeild telur því rétt að hafa í huga að fasteignaverðið getur lækkað jafnhratt og það hefur hækkað. Skuldsetning geti því verið tvíeggjuð.

Sjá nánar í Viðskiptablaðinu í dag.