Velta með bréf Sjóvár nemur 127 milljónum króna í dag. Meiri velta er með bréf félagsins en bréf í nokkru öðru félagi.

Kaupgengi bréfa er klukkan ellefu 13,65 en var 11,9 í tilboðshluta A, þar sem fólk gat keypt bréf á verðbilinu 100 þúsund til 10 milljónir. Hækkunin nemur því allt að 14,7%. Þeir sem keyptu í tilboðsbók B keyptu á 13,51 og er hækkunin þar því töluvert minni.

Haraldur Guðjónsson, ljósmyndari Viðskiptablaðsins, var viðstaddur þegar bréf Sjóvár voru tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands í morgun.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)