*

sunnudagur, 20. júní 2021
Innlent 9. apríl 2021 10:48

Allt að 250 milljónir í endurkaup

VÍS mun kaupa allt að 0,89% af útgefnu hlutafé félagsins en félagið greiddi einnig út 1,6 milljarða króna í arð í lok mars.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Vátryggingarfélag Íslands, VÍS, mun kaupa eigin bréf fyrir allt að 250 milljónir króna að raunvirði, eða sem á næstu tveimur mánuðum, samkvæmt endurkaupaáætlun sem félagið tilkynnti um í dag. VÍS greiddi einnig út 1,6 milljarða króna í arð í lok mars vegna síðasta rekstrarárs. 

Hámarksfjöldi hluta sem endurkaupaáætlunin kveður á um að verði keyptir er 17 milljónir að nafnvirði, sem jafngildir um 0,89% af útgefnu hlutafé félagsins. Hámarksmagn hvers viðskiptadags er tvær milljónir hlutir að nafnverði, eða um 31,5 milljónir króna að raunvirði miðað við gengi VÍS í dag, en það er innan við fjórðungur af meðalveltu síðustu fjögurra vikna.

Heimildin til endurkaupa gildir í tvo mánuði frá og með samþykki Fjármálaeftirlitsins sem félaginu barst í dag. Endurkaup Vís munu „hefjast þegar í stað“. Endurkaupin verða framkvæmd af Íslenskum fjárfestum hf. sem tekur allar viðskiptaákvarðanir er varða kaup á hlutum og tímasetningu kaupanna óháð félaginu.

Stikkorð: VÍS