Verðmunur á símtölum getur verið allt að áttfaldur, eftir því hvar í ríkjum Evrópusambandsins þú þjónustan er boðin. Tölur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins frá árinu 2011 benda til þess að munur á GSM símtölum milli ódýrasta landsins, sem er Litháen, og Hollands, sem er dýrasta landið, geti verið 774 prósent. Þar er átt við innanlandssímtöl.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir að þennan stóra verðmun sé ekki hægt að skýra einungis með ólikri gæðu þjónustunnar sem boðið er upp á né mismundani miklum kaupmætti í löndunum. Þessi verðmunur bendi til þess að innri markaður Evrópusambandsins virki ekki sem skyldi. Markaðurinn sé ekki alltaf eins og einn markaður, eins og hann ætti að vera.

„Það er mikilvægt fyrir Evrópusambandið að við séum með raunverulegan innri markað, ef við ætlum okkur að vera sameinuð heimsálfa,‟ segir Neelie Kroes, varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í tilkynningu til fjölmiðla.

Meira má lesa um þetta á danska viðskiptavefnum epn.dk .