Góðir hlutir virðast vera í gangi á árlegu flugsýningunni í Farnborough sem nú stendur yfir í Bretlandi. Flugrisarnir, Boeing og Airbus keppast þar um bestu og stærstu samninga. Boeing gerði góða hluti strax á fyrsta degi þegar það landaði pöntun á nýjum vélum fyrir 7,2 milljarða dala. Hálfdrættingur er nú kominn í hús hjá Airbus en kínverska flugfélagið China Aircraft Leasing pantaði í dag 36 A320-vélar hjá fyrirtækinu í dag. Netmiðillinn MarketWatch segir verðmæti flugvélakaupanna nema 3,1 milljarði dala, jafnvirði 400 milljarða íslenskra króna.

Mike Poon, forstjóri China Aircraft Leasing, sagði á blaðamannafundi þar sem samningurinn var kynntur í dag, að fyrirtækið vaxi hratt og sé stefnt á að 100 farþegaþotur verði í flota þess eftir þrjú ár. China Aircraft Leasing á fyrir 11 þotur frá Airbus.

A320-vélarnar eru sparneytnari en sambærilegar vélar alla jafna. Sú vél sem líkust er A320 er 737-vél Boeing. Bæði Iceland Express og Wow air eru með A320-vélar frá Airbus.

Hér að neðan má sjá myndbrot frá flugsýningunni á Farnborough