Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Óli Björn Kárason, Njáll Trausti Friðbertsson, Haraldur Benediktsson og Vilhjálmur Árnason, hafa lagt fram frumvarp sem myndi heimila einstaklingum að draga frá tekjuskatti kaup á skráðum hlutabréfum og hlutdeildarskírteinum verðbréfa- og hlutabréfasjóða sem eru skráðir á skipulegan verðbréfamarkað, eða fjárfesta eingöngu í skráðum hlutabréfum.

Byggir frumvarpið á grunni eldri laga um tekjuskatt. Ákvæðinu um skattaafslátt vegna hlutabréfakaupa var bætt við lögin í lok 9. áratugarins, en fellt út 2002. Frádrátturinn miðist við fjárfestingu á hverju ári og verði 100% af verðmæti keyptra hlutabréfa umfram verðmæti seldra hlutabréfa, en þó aldrei hærri en 400.000 kr. hjá einstaklingi og 800.000 kr. hjá hjónum. Það sé skilyrði frádráttar að einstaklingur eigi viðkomandi hlutabréf eða hlutdeildarskírteini yfir þrenn áramót. Er þetta í þriðja sinn sem frumvarpið er flutt.