Prófanir hafa gengið vel fyrir fyrirhugaða skráningu samskiptamiðilsins Twitter á hlutabréfamarkað. Miðlarar líktu eftir viðskiptum með hlutabréfin á laugardag og rúnuðu af alla þá vankanta sem talið er að geta komið upp þegar viðskiptin hefjast fyrir alvöru.

Breska ríkisútvarpið (BBC) segir  skráningu Twitter verða eina þá stærstu og umfangsmestu síðan hlutabréf Facebook voru skráð á markað í maí í fyrra. Skráning Facebook tókst ekki vel og komu upp ýmis vandamál henni tengdri. Líklegt er að hlutabréf Twitter verði skráð á markað snemma í næsta mánuði.

Fyrirhugað er að selja 70 milljón hluti í Twitter á verðbilinu 17 til 20 dali á hlut. Búist er við að söluandvirði þeirra nema 1,4 milljörðum dala, jafnvirði allt að tæpra 170 milljarða íslenskra króna.