Framkvæmdir við nýjar höfuðstöðvar bandaríska tölvurisans Apple eru komnar langt á veg. Eins og sjá má af myndinni sem áhugamaður um málið tók með fjarstýrðum dróna þá minnir byggingin svolítið á Fálkann, geimflaug Han Solo í gömlu Stjörnustríðsmyndunum.

Höfuðstöðvarnar nýju eru í Cupertino í Kaliforníu og nefnast Apple Campus 2.

Áætlað er að kostnaður við byggingu höfuðstöðvanna muni nema um fimm milljörðum dala, jafnvirði rúmra 580 milljörðum íslenskra króna. Gert er ráð fyrir því að framkvæmdum ljúki árið 2016.