Gengi hlutabréfa Haga-samstæðunnar hækkaði um 3,83% í rúmlega 342 milljóna króna viðskiptum í talsverðri uppsveiflu á hlutabréfamarkaði í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgdi gengi bréfa Icelandair Group, sem hækkaði um 3,29%. Veltan á markaðnum var jafnframt mikil, um tveir milljarðar króna.

Þá hækkaði gengi bréfa Marel, Eimskips, Regins, Össurar og Bank Nordik um meira en 2%.

Gengi bréfa Vodafone lækkaði á sama tíma um 0,3%.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 2,71% og endaði hún í 1.120 stigum. Þetta er fyrsta skiptið sem vísitalan tók gildi sem hún endar yfir 1.100 stigum.