Norska félagið Fredensborg AS, sem keypti ráðandi hlut í Heimavöllum fyrr í sumar, á nú meira en 90% af hlutum í íslenska leigufélaginu og hefur norska félagið farið fram á að eftirstandandi hluthafar Heimavalla sæti innlausn á hlutum sínum. Mbl.is greinir frá þessu.

Ákveðið hefur verið af stjórn Fredensborg að innlausnarverðið verði 1,5 króna á hlut, en um er að ræða nákvæmlega sama og boðið var í yfirtökutilboði norska félagsins sem rann út um miðjan júní. Fredensborg ICE ehf., íslenskt félag í eigu Fredensborg, á 99,45% af hlutafé í Heimavöllum.

Í frétt mbl.is segir að innlausnarferlið hefjist í dag og því ljúki svo í næsta mánuði, nánar tiltekið þann 14. september nk.