Alls varð 1.650 milljón ísl. króna tap á rekstri færeyska fiskeldisfyrirtækisins Vestlaks á síðasta ári. Þar með er allt hlutafé félagsins uppurið. Stjórn félagsins hefur nú fengið sex mánaða frest til þess að ljúka við endurfjármögnun á starfseminni.

Að sögn færeyska útvarpsins er stjórn Vestlaks í viðræðum við lánardrottna um nauðasamninga og skuldbreytingar á lánum. Stjórnin hefur sex mánuði til þess að safna nýju hlutafé og endurskipuleggja reksturinn en takist það ekki þá blasir gjaldþrot við.