Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að tryggingjaldið verði lækkað um 0,14 prósentustig um áramótin. Þetta sagði Bjarni á útvarpsstöðinni Bylgjunni um daginn.

„Við fögnum öllum lækkunum á þessu gjaldi," segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), í samtali við Viðskiptablaðið. Hann segir að þetta sé samt allt of lítil lækkun og ekki takti við kröfur samtakanna. „Við teljum að þurfi að lækka tryggingagjaldið miklu meira."

SA vill að ríkið lækki gjaldið umtalsvert til að mögulegt sé að koma til móts við kröfur verkalýðshreyfingarinnar og forðast þar með uppnám á vinnumarkaði þegar kjarasamningar verða endurskoðaðir í febrúar. Í dag er tryggingajaldið, sem atvinnurekendur greiða af heildarlaunum launamanna, tæplega 7,5% en var um 5,3% árið 2008.