Hlutabréf hafa lækkað bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu það sem af er degi og eru það bankar og fjármálafyrirtæki sem leiða lækkanir að sögn Reuters fréttastofunnar.

Í Evrópu hefur FTSEurofirst 300 vísitalan lækkað um 0,1% en hafði um hádegi hækkað um 0,1%.

Í Amsterdam hefur AEX vísitalan lækkað um 0,5%, í Frankfurt hefur DAX vísitalan lækkað um 0,3% en lokað er í Lundúnum í dag.

Í París hefur CAC 40 vísitalan lækkað um 0,6% en í Sviss stendur SMI vísitalan í stað eftir að hafa þó hækkað um 1% í morgun.

Í Kaupmannahöfn hefur OMXC vísitalan lækkað um 0,5%, í Osló hefur OBX vísitalan lækkað um 0,9% og í Stokkhólmi hefur OMXS vísitalan lækkað um 0,8%.

Bandaríkin

Nú er um hálftími síðan opnað var fyrir viðskipti á Wall Street en þar lækkuðu markaðir strax við opnun. Nasdaq hefur lækkað um 1% en Dow Jones og S&P 500 hafa lækkað um 0,8%.