Hlutabréf lækkuðu enn frekar í Evrópu eftir að Bank of America kynnti uppgjör sitt í morgun. Á hádegi hafði FTSEurofirst 300 vísitalan lækkað um 1,25% og voru það helst bankar og fjármálafyrirtæki sem leiddu lækkanir.

Í Lundúnum hefur FTSE 100 vísitalan lækkað um 0,4%. Þá hefur AEX vísitalan í Amsterdam lækkað um 1,1%, DAX vísitalan í Frankfurt um 1,2% og CAC vísitalan í París um 1,3%.

Þá hefur OMXC vísitalan í Kaupmannahöfn lækkað um 0,7% en OBX vísitalan í Osló hefur hækkað um 1,1%.

Hlutabréf í Bandaríkjunum lækkuðu við opnun markaða í New York og segir Bloomberg fréttaveitan að neikvæðar fréttir að uppgjöri Bank of America sé helsti áhrifavaldurinn.

Nasdaq hefur lækkað um 0,4%, Dow Jones um 0,7% og S&P 500 um 0,75%.