Markaðir hafa lækkað bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum það sem af er degi.

Þannig hefur FTSEurofirst 300 vísitalan lækkað um 1,7% í dag. Í Lundúnum hefur FTSE 100 vísitalan lækkað um 1%, í Amsterdam hefur AEX vísitalan lækkað um 1,3% og í Frankfurt hefur DAX vísitalan lækkað um 1,4%. Þá hefur CAC 40 vísitalan í París lækkað um 1,1%.

Lækkanir vestanhafs

Í Bandaríkjunum er það sama upp á teningnum en neikvæðar afkomutölur frá General Electrics hafa sett svip sinn á markaði að mati Bloomberg fréttaveitunnar.

Nasdaq hefur lækkað um 1,1%, Dow Jones um 0,9% og S&P 500 um 0,8%.