Hlutabréf hafa lækkað það sem af er degi í Evrópu og hefur FTSEurofirst 300 vísitalan lækkað um 0,6% í dag.

Það eru helst olíufélög og hrávöruframleiðendur, t.a.m. stál, ál og kolaframleiðendur sem lækkað nokkuð hratt eftir að hægja tóka á hækkunum á olíu og öðrum hrávörum um miðjan dag í gær.

Í Lundúnum hefur FTSE 100 vísitalan lækkað um 0,5%, í Amsterdam hefur AEX vísitalan lækkað um 0,6%, í Frankfurt hefur DAX vísitalan lækkað um 0,3 og í París hefur CAC 40 vísitalan lækkað um 0,9%.

Þá hefur OMXC vísitalan í Kaupmannahöfn lækkað um 0,1% og OBX vísitalan í Osló um 1%.