Hlutabréf hafa lækkað í Evrópu það sem af er degi og er það fyrsta vikan í mánuð sem FTSEurofirst 300 vísitalan lækkar að sögn Reuters.

Vísitalan hefur lækkað um 1,7% í dag og ef fer sem horfir er þetta mesta lækkun hennar á einum degi frá því um miðjan mars.

Í Lundúnum hefur FTSE 100 vísitalan lækkað um 1,2%, í Frankfurt og í Amsterdam hafa DAX  og AEX vísitölurnar lækkað um 1,1% og í París hefur CAC 40 vísitalan lækkað um 2,2%.

Í Kaupmannahöfn hefur OMXC vísitalan lækkað um 0,6% og í Osló hefur OBX vísitalan lækkað um 1,6%.