Heildarvelta á aðalmarkaði kauphallarinnar nam 1.846 milljónum króna og úrvalsvísitalan OMXI8 lækkaði um 0,80%. 15 af 18 félögum lækkuðu, eitt hækkaði, og tvö stóðu í stað.

Eina félagið sem hækkaði, HB Grandi, hækkaði um 4,2% í 137 milljón króna viðskiptum, en fréttir bárust af því rétt fyrir lokun markaða í gær að Samkeppniseftirlitið hefði samþykkt kaup félagsins á Ögurvík.

Mest lækkuðu Sjóvá og Festi, um 2,07% og 2,05% í 39 og 296 milljón króna viðskiptum, en þar á eftir komu Skeljungur með 1,73% lækkun í 14 milljóna viðskiptum og Origo um 1,60% í 12 milljón króna viðskiptum. Önnur félög lækkuðu um undir 1,5%.

Mest velta var með bréf Marel, sem lækkaði um 0,66% í 424 milljón króna viðskiptum, en næst komu Icelandair með 1,35% lækkun í 359 milljón króna viðskiptum og svo Festi. Viðskipti með önnur félög námu undir 150 milljónum.