Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 1,30% í dag og endaði í 1.788,04 stigum. Viðskipti á hlutabréfamarkaði námu tæplega 1,9 milljörðum króna.

Ekkert félag hækkaði á mörkuðum ef Eimskip eru undanskilin en engin viðskipti áttu sér stað með bréf félagsins í dag.

Mest lækkuðu bréf N1 en lækkunin nam 5,46% í viðskiptum upp á 215 milljónir króna en félagið birti uppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung í gær þar sem fram kom að hagnaður á fyrsta fjórðungi hafði dregist saman um 73% frá því í fyrra. Næst mest lækkun var á bréfum Sjóvár sem lækkuðu um um 2,40% í 53 milljóna króna viðskiptum og standa bréf félagsins því í 17,25 krónum.