*

þriðjudagur, 23. júlí 2019
Innlent 10. október 2018 10:51

„Allt skal upplýst"

Borgarstjóri vill að allt verði upplýst í tengslum við kostnað við endurgerð braggans í Nauthólsvík.

Ritstjórn
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Haraldur Guðjónsson

Kostnaðaráætlun vegna framkvæmda við braggann í Nauthólsvík hljóðaði upp á 158 milljónir króna en í dag er hann kominn í 415 milljónir og verkinu er ekki enn lokið. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tjáði sig um braggamálið á Facebook í morgun.

„Endurgerð húsanna og braggans í Nauthólsvík er alvarlegt dæmi um framkvæmd sem fer langt fram úr áætlun," skrifar Dagur.  „Fregnir af einstaka reikningum og verkþáttum undanfarna daga kalla augljóslega á skýringar og undirstrika mikilvægi þess að málið er komið í hendur innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar. Til að undirstrika alvöru málsins leggur meirihlutinn í borgarstjórn fram tillögu til samþykktar í borgarráði á morgun til að árétta að enginn angi málsins skal vera undanskilinn og allt skal upplýst í þessu máli frá upphafi til enda."

Stikkorð: Nauthólsvík braggi