Aukningu stofnfjár í Byr sparisjóði, sem efnt var til með útboði dagana 3. til 14. desember síðastliðinn, er lokið. Er um að ræða stærsta stofnfjárútboð sem  farið hefur fram  á Íslandi.

Heildarsöluverð aukningarinnar var kr. 23.726.114.700 og seldust stofnfjárbréf í grunnrétti fyrir kr. 23.327.721.145 eða 98,3% af því sem var í boði. Þar sem meirihluti stofnfjáreigenda skráði sig fyrir  viðbótarrétti  mun það stofnfé sem afgangs er,  kr. 398.393.555 krónur, skiptast milli þeirra í samræmi við eignarhlut þeirra fyrir aukninguna.

Tillaga um sameiningu við Sparisjóð Norðlendinga

Í dag, þriðjudag, verður haldinn stofnfjáreigendafundur í Byr þar sem lögð verður fram tillaga um sameiningu við Sparisjóð Norðlendinga.