Nú styttist óðum í að framkvæmdir hefjist við und­ir­bún­ing opn­un­ar versl­un­ar banda­ríska risans Costco við Kaup­tún í Garðabæ.

Í Morgunblaðinu í dag segir frá því að Skipu­lags­stofn­un hafi samþykkt nýtt deili­skipu­lag fyr­ir svæðið þann 6. maí síðastliðinn og tók það gildi með aug­lýs­ingu í B-deild stjórn­artíðinda 9. maí. Þar seg­ir að lóð, sem áður var ætluð veit­ingastað, verði í staðinn nýtt und­ir svo­kallaða fjöl­orku­stöð eða bens­ín­stöð.

Þá er gert ráð fyr­ir nýrri lóð fyr­ir dælu­stöð OR við aðkomu í hverfið, að því er seg­ir í aug­lýs­ing­unni. Frestur til að kæra hið nýja deiluskipulag rennur út í byrjun júní.