*

fimmtudagur, 18. júlí 2019
Innlent 5. júlí 2017 19:33

Allt uppi á borði

Hugbúnaðarfyrirtækið Kolibri er ekki eins og hvert annað fyrirtæki. Þar þurfa starfsmenn ekki leyfi framkvæmdastjóra til að kaupa tölvu, geta gluggað í bókhaldið, og talað opinskátt um tilfinngar sínar á starfsmannafundum.

Pétur & Ásdís
Eva Björk Ægisdóttir

Kolibri er hugbúnaðarfyrirtæki sem er að vissu leyti einstakt á íslenskan mælikvarða. Fyrirtækið hefur unnið með stórum íslenskum fyrirtækjum að þróun stafrænna viðskiptaupplifana sem hjálpar þeim að skapa sér sérstöðu. Kolibri tengir saman stefnumótun, markaðsmál, hönnun, forritun og stjórnun. „Fyrirtækið er með fimm til sex viðskiptavini hverju sinni og hjá fyrirtækinu starfa tuttugu og fimm starfsmenn,“ segir Ólafur Örn Nielsen, framkvæmdastjóri Kolibri. Fyrirtækið fagnar tíu ára afmæli á þessu ári.

„Við förum og vinnum í teymum þannig að þú færð teymi frá Kolibri sem er jafnvel bara að vinna fyrir þig, dag eftir dag, mánuð eftir mánuð. Við förum djúpt inn í starfsemina og reynum að skilja sérhæfingu sem við erum að vinna í. Við höfum unnið með mörgum kúnnum í fjölda ára og öðlast mjög góða þekkingu,“ segir Ólafur. „Ég veit ekki til þess að neinn annar hafi farið þessa leið hérna heima. Við trúum því að góðir hlutir gerast þegar fólk vinnur í teymum,“ bætir hann við.

„Kolibri er þjónustufyrirtæki og það sem gerir okkur að fyrirtæki er að vera saman. Við viljum einnig geta þróa sterka og góða menningu og því er svo mikilvægt fyrir okkur að geta farið út sem teymi, en ekki vera bara ein á báti.“

Valddreifing í verki

Ólafur segir að eitt af því sem einkenni Kolibri er að hjá fyrirtækinu eru allar upplýsingar opnar fyrir starfsmönnum. Allar fjárhagsupplýsingar, samningar og laun eru aðgengileg öllum inn á sameiginlegu skjalasvæði hjá fyrirtækinu.

„Meginhugmyndin með þessu er að virkja frumkvæði hjá okkar starfsmönnum og dreifing á valdi. Við viljum að ákvarðanir séu teknar á sem skemmstum tíma og sem næst því sem vinnan á sér stað. Til þess að það geti gerst þá þarf að veita fólki upplýsingar. Sem dæmi má nefna að ef starfsmaður þarf að kaupa sér tölvu þá fer hann bara og kaupir sér tölvu. Það þarf ekkert að fara að spyrja mig, þó ég sé framkvæmdastjóri. Þú endurnýjar bara tölvuna þína á þriggja ára fresti,“ segir hann.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Rætt er við Jón Gunnarsson um aðkomu ríkisins að borgarlínunni.
  • Mikil eftirspurn er enn til staðar á fasteignamarkaði en skortur er á íbúðum.
  • Umfjöllun um hagsmuni íslensk atvinnulífs í tengslum við útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.
  • Breytingar hafa orðið á starfsemi Arion Banka með tilkomu stafrænna lausna.
  • Ítarlegt viðtal við Helga Bjarnason, nýjan forstjóra VÍS.
  • Rætt er við forsvarsmenn Flatey Pizza. 
  • Pálína Gísladóttir, nýr framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs Eikar fasteignafélags er tekin tali.
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs, sem fjallar um borgarpólitíkina.
  • Óðinn fjallar um fræðimenn og hugmyndafræði.
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is