Gengi hlutabréfa hefur almennt hækkað á mörkuðum það sem af er dags. Veltutölur fyrir opnun fjármálamarkaða vestanhafs benda til hækkun hlestu hlutabréfavísitalna í Bandaríkjunum.

Ástæðan er bjartsýni í röðum fjárfesta sem telja líkur á að Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti nái saman um aðgerðir til að sigla evrulöndunum út úr skuldafeninu.

Það sem af er dags hefur FTSE-vísitalan í Bretlandi hækkað um 0,76%, DAX-vísitalan í Frakklandi hækkað um 0,98% og CAC 40-vísitalan í Frakklandi hækkað um 1,50%