Mikil viðskipti hafa verið í kauphöllinni það sem af er degi, samtals fyrir um 2,5 milljarða króna, og úrvalsvísitalan, OMXI8, hefur hækkað um 3,23%.

Mest hefur Icelandair hækkað, um 5,3%, en þar næst koma Marel með 3,5% hækkun, N1 með 2,5%, EIK um 2,3% og Síminn með 2,18% hækkun.

Mest viðskipti hafa einnig verið með Icelandair, 328 milljónir króna, og Marel, 633 milljónir króna, en þar næst kemur EIK með 239 milljón króna viðskipti og 2,33% hækkun.