Andri Guðmundsson, forstjóri H.F. Verðbréfa ætlaði sér alltaf að verða bakari en þegar sá draumur rættist ekki snéri hann sér að eðlisfræðinámi. Hann tekur þátt í jólabakstrinum á heimili sínu þó hann gefi eiginkonu sinni mestan heiður að jólakökunum.

Það er ein jólahefð sem Andri segir standa upp úr í bakstrinum en það er þegar fjölskyldan kemur saman og gerir svokallaðar steiktar kökur saman. „Fjölskyldan bakar svokallaðar steiktar kökur sem eru svona hálferðar kleinukökur með kúmeni. Ég veit ekki hvaðan þessi uppskrift kemur en þetta er svipað deig og kleinur. Síðan er þetta skorið í þríhyrninga og kökurnar eru pínu sætar á bragðið. Fjölskyldan hittist alltaf hjá ömmu og gerði þetta saman en núna er þetta gert heima hjá mömmu og pabba. Við fyllum síðan frystinn af þessum kökum og borðum með smjöri og jólaöli.“

Andri Guðmundsson
Andri Guðmundsson
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Þessi kaka er í miklu uppáhaldi hjá Andra og konu hans, Brynju, í kringum hátíðarnar.

Rætt er við fleiri forstjóra um jólabaksturinn í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.