Ríkið mun bera alla áhættuna af rekstri Vaðlaheiðarganga verði samþykkti að heimila ríkissjóði að veita ríkisábyrð eða að taka að láni á innlendum fjármálamarkaði til að endurlána hlutafélaginu VHG sem til að fjármagna fyrirhuguð jarðgögn undir Vaðlaheiðii á næstu tveimur árum. Áhættan af framkvæmdinni er svo mikil að lífeyrissjóðirnir töldu óverjandi að fjármagna verkið.

Vaðlaheiðargöng verða 7,4 kílómetrar að lengd.
Vaðlaheiðargöng verða 7,4 kílómetrar að lengd.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Þetta kemur fram í ítarlegu mati verkfræðingsins Pálma Kristinssonar á forsendum Vaðlaheiðarganga. Pálmi segir lánfjármögnun Spalar við gerð Hvalfjarðarganga eina verkefnið sem hægt sé að styðjast við og nota til samanburðar fyrir undirbúning og ákvörðun að gerð Vaðlaheiðarganga. Sjálfur var hann ráðgjafi Spalar fyrir gerð Hvalfjarðarganga árið 1996.

Mikil óvissa um kostnað

Í mati Pálma kemur fram að áætlanir Spalar hafi verið mun nákvæmari en áætlun um gerð Vaðlaheiðarganga enda hafi legið endanleg drög að öllum samningum um gerð ganganna, svo sem verksamningur, lánasamningar, samningar um fjármögnum umframkostnaðar og allra annarra samninga.

Í matinu segir að á hinn bóginn ríki enn töluverð óvissa um endanlegan stofnkostnað Vaðlaheiðarganga. Þrátt fyrir að tilboð lægstbjóðanda í verkið hafi verið 5% undir áætlun hafi áætlaður heildarkostnaður hækkað um 24% að raungildi á rúmu ári. Það sama eigi við um aðra kostnaðarliði.

Þá kemur fram í mati Pálma að viðskiptabankar verktaka við gerð Hvalfjarðarganga hafi fjármagnað verkið og áhættan hvílt á þeim. Viðskiptabankarnir voru Enskilda Banken og Landsbanki Íslands. Aðallánveitendur sem fjármögnuðu langtímalán Spalar báru því ekki áhættu af verktakanum (gjaldþrot og önnur verktaka- áhætta) þar sem langtímalánin voru ekki greidd út fyrr en tveimur mánuðum eftir opnun ganganna.

Veggjaldið þarf að vera mjög hátt

Niðurstaða Pálma eru þær að veggjald í Vaðlaheiðargöngin þyrftu að vera um það bil tvöfalt hærri en núverandi forsendur geri ráð fyrir til að standa undir öllum kostnaði. Núverandi áætlun gerir ráð fyrir 993 króna veggjöldum. Þau þyrftu hins vegar að vera á bilinu 1.906 til 2.073 krónur. Sá kostnaður er hins vegar of hár og ólíklegt að vegfarendur vilja greiða svo há veggjöld, að mati Pálma. Félagið sem stendur að gerð Vaðlaheiðarganga myndi af þessum sökum aldrei ná að innheimta þær tekjur sem á þurfi að halda.