Allur heimurinn syrgir Nelson Mandela, fyrrverandi forseta Suður-Afríku, sem lést í gær. Hann var 95 ára að aldri. Suður-Afríkubúar hafa komið aman í Jóhannesarborg, höfuðborg Suður-Afríku, og Soweto, þar sem heimili Mandela var, til þess að minnast hans. Mannfjöldinn dansar og syngur fyrir framan heimili Mandela. Mandela er þekktur fyrir baráttu sína fyrir mannréttindum og gegn aðskilnaðarstefnu í Suður-Afríku.

Hann sat í fangelsi í 27 ár og var settur á lista yfir hryðjuverkamenn í Bandaríkjunum. Hann losnaði úr fangelsi snemma á tíunda áratugnum og varð fyrsti þeldökki forseti Suður-Afríku árið 1994. Hann var forseti í fimm ár. Hann var hins vegar ekki tekinn af lista Bandaríkjanna yfir hryðjuverkamenn fyrr en árið 2008 þegar George Bush yngri, þáverandi forseti Bandaríkjanna, skrifaði undir frumvarp þess efnis. Condoleezza Rice sagði þá að það væri afar neyðarlegt fyrir sig að hann væri enn á listanum.

Þjóðarleiðtogar um allan heim hafa líka minnst Mandela. Þeirra á meðal er Barack Obama, forseti Bandaríkjanna.