Gjaldeyrishöftin voru fest enn fastar í sessi þegar Alþingi greiddi samhljóða atkvæði fyrr í dag um frumvarp efnahags- og viðskiptanefndar sem gera höftin ótímabundin. Áður áttu lögin að gilda til næstu áramóta.

Þá var Seðlabankanum færðar enn frekari heimildir með frumvarpinu, þá sérstaklega þegar kemur að því að veita undanþágur frá lögunum.

40 þingmenn voru staddir þegar málið var tekið til afgreiðslu fyrr í dag og samþykktu þeir það allir.

Rétt er að vekja athygli á því að í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins er farið ítarlega yfir gjaldeyrishöftin og mögulega losun þeirra og uppgjöri við erlenda kröfuhafa í úttekt um hina svokölluðu snjóhengju.