Almenn ánægja ríkir með nýgerða kjarasamninga, bæði meðal samtaka launþega og atvinnurekenda. Mjög mismunandi er þó hvernig hækkanirnar leggjast á atvinnuvegina.

Nýgerðir kjarasamningar lendaþyngst á þeim greinum þar sem launaskrið umfram kauptaxta hefur ekki átt sér stað á undanförnum misserum. Það er helst í verslun og fiskvinnslu sem kostnaðarhækkanir geta orðið umtalsverðar eða 8 til 16%.

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að í heild séu aðilar SA nokkuð sáttir við samningana, enda minnki þeir spennuna í atvinnulífinu. Hann telur að heildarmatið á þessum launakostnaði sé um 4% yfir línuna. Innifalið í því er orlof, starfsmenntamál, endurhæfingarsjóðurinn, slysatryggingar og annað. Kostnaðurinn geti þó verið nokkru hærri þar sem fólk fær eingöngu greitt samkvæmt hreinum launatöxtum