Hlutabréf á markaði í Asíu hækkuðu almennt í dag í fyrsta sinn í þrjá daga. Hækkunin er rakin ákvörðunar Samsung Electronics Co. og LG Electronics Inc. þess eðlis að sameina krafta sína og setja á laggirnar ókeypis farsímaþjónustu. Auk þess sem greiningardeild Goldman, Sachs & Co. hefur endurskoðað og hækkað mat sitt á japönskum viðskiptabönkum.

Alibaba.com Ltd. nánast þrefaldaðist í verði í dag, fyrsta viðskiptadag félagsins, á markaði í Hong Kong. Alibaba er þar með annað stærsta netfyrirtæki í Asíu á eftir Yahoo í Japan.

Samkvæmt fréttaveitu Dow Jones lækkuðu bréf lítillega á markaði í Tokíó í dag. Citigroup lækkaði um 6.6% og telja ýmsir að en meiri lækkun sé í vændum.