Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,34% í viðskiptum dagsins í 1,1 milljarða heildarveltu. Stendur hún nú í 1.728,80 stigum.

Aðalvísitala skuldabréfa stóð nánast í stað með lækkun sem nemur 0,01% og endaði hún 1.234,71 stigi í 2,3 milljarða króna veltu.

Tryggingamiðstöðin og Nýherju lækkuðu mest

Gengi hlutabréfa Tryggingamiðstöðvarinnar lækkaði mest, eða um 2,99% í 174 milljóna króna viðskiptum. Fást bréf félagsins nú á 27,55 krónur.

Næst mest lækkuðu hlutabréf Nýherja í verði, eða um 2,23% í 52 milljón króna viðskiptum og er hvert bréf félagsins nú verðlagt á 19,75 krónur.

Síminn, N1 og Reginn hækkuðu

Einungis þrjú félög hækkuðu í verði í viðskiptum dagsins, mest hækkaði gengi bréfa Símans, eða um 0,81 í 106 milljón króna viðskiptum. Fæst hvert bréf félagsins nú á 3,11 krónur.

Næst mest hækkuðu bréfin í N1, eða um 0,73% í 129 milljón króna viðskiptum, og er hvert bréf félagsins nú verðlagt á 26,65 krónur.

Einnig hækkuðu bréf Regins, eða um 0,59% í 90 milljón króna viðskiptum og er nú hægt að kaupa hvert bréf félagsins á 26,65 krónur.