Almennt hækkuðu markaðir í Asíu í nótt vegna væntinga um að efnahagur bandaríkjanna væri að styrkjast. Undanfarnar tvær vikur hafa einkennst af miklum óróa á mörkuðum eftir að þjóðaratkvæðagreiðlan í Bretlandi afréð að landið myndi ganga úr Evrópusambandinu.

Yenið enn að styrkjast

Hækkaði Kospi vísitalan í Suður Kóreu um 1,07% og Hang Seng vísitalan í Hong Kong hækkaði sömuleiðis um 1,03%, meðan Shanghai Composite vísitalan lækkaði um 0,01%, en hún hefur farið hækkandi undanfarna daga þvert á þróun annarra vísitalna í heimshlutanum.

Nikkei Vísitalan í Japan lækkaði þó um 0,67% á sama tíma og gengi yensins styrktist gagnvart Bandaríkjadal, er það nú 100,94 yen á móti dalnum.

Kosningaóvissa að skýrast

Gengi áströlsku S&P/ASX 200 vísitölunnar hækkaði um 0,58% eftir að forsætisráðherra landsins, Malcolm Turnbull, lýsti yfir fullvissu um að hann gæti myndað ríkisstjórn eftir kosningarnar sem haldnar voru í landinu á laugardag þar sem mjög mjótt var á mununum milli fylkinga og margir minni flokkar komust í oddastöðu. Jafnframt hækkaði gengi ástralska dalsins gagnvart þeim bandaríska.

Uppsveiflan kom í kjölfarið á því að bandarískar hagtölur sína aukna atvinnu og og meiri eftirspurn eftir þjónustu. Hækkuðu jafnframt bandaríks hlutabréf og hefur S&P 500 vísitalan hækkað um 0,54%, og sömuleiðis hefur verð á Brent hráolíu hækkað um 0,4%.