Hlutabréf á asíumörkuðum lækkuðu almennt á mörkuðum í nótt, nema helst í Japan þar sem veiking japanska jensins gagnvart Bandaríkjadal ýtti hlutabréfaverðum upp.

Væntingar um hærri stýrivexti

Bandaríkjadalur hefur styrkts vegna væntinga um að bandaríski seðlabankinn hyggist hækka stýrivexti, á tímabili nam styrkingin 1,1%, en nú er einn dalur að andvirði 103,2640 jena, og heildarstyrkingin því 0,28%.

WSJ Dollar vísitalan, sem mælir styrk dalsins gagnvart 16 öðrum gjaldmiðlum, hefur ekki verið hærra í mánuð.

Japönsk útflutningsfyrirtæki hækka

Hafði þetta áhrif til þess að hækka hlutabréf í japönskum útflutningsfyrirtækjum sem græða á veikara jeni, hlutabréf í Toyota hækkuðu á tíma um 2,1%, og bréf í Nissan Motor Co. hækkuðu um 1,20%.

Myndavélaframleiðandinn Canon Inc sá virði hlutabréfa sinna hækka um 1,98%.

Þetta kemur þó á sama tíma og nýjustu tölur sýna að iðnaðarframleiðslan í landinu breyttist ekki í júlí, sem var undir væntingum hagfræðinga sem bjuggust við 0,8% framleiðsluaukningu, í kjölfar 2,3% framleiðsluaukningu í júní.

Hreyfing helstu vísitalna á svæðinu í nótt:

  • Nikkei vísitalan í Japan hækkaði um 0,97%
  • Kospi vísitalan í Suður Kóreu lækkaði um 0,25%
  • Taiwan Weighted vísitalan lækkaði um 0,46%
  • Hang Seng vísitalan í Hong Kong lækkaði um 0,08%
  • Dow Jones vísitalan í Shanghai hækkaði um 0,31%
  • FTSE China A50 vísitalan um 0,40%
  • S&P/ASX 200 vísitalan í Ástralíu lækkaði um 0,83%
  • Dow Jones New Zealand vísitalan hækkaði um 0,18%